Nú um helgina verður Vetrarhátíð og Safnanótt í Reykjavík. Á tveim dögum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem ætti að höfða til allra aldurshópa og áhugasviða.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur Vetrarhátíð í Fógetagarðinum við Aðalstræti við upphaf Safnanætur. Að setningu lokinni er gestum boðið á fortíðarflakk í Grjótaþorpinu. Grjótaþorpið er elsti hluti Reykjavíkur og alls ekki útilokað að einhverjir samtímamenn Jörundar hundadagakonungs séu þar á kreiki. Varið ykkur á vaktaranum, hann er illskeyttur með morgunstjörnuna. Í Grjótaþorpinu varð Reykjavík til! Með aðstoð lýsingar, hljóða, kvikmynda- og leiklistar hverfur Grjótaþorpið aftur til 19. aldar. Allir eru hvattir til þess að mæta í fornum klæðum eða lopapeysum. Á efstu hæð Grófarhúss verður hægt að líta á fróðleg rit um Grjótaþorpið, skoða gamlar ljósmyndir og njóta útsýnisins yfir upplýst þorpið. Listahópurinn Norðanbál vinnur verkið í samvinnu við Minjasafn Reykjavíkur, Minjasafn Orkuveitunnar, Borgarleikhúsið og íbúasamtök Grjótaþorps. Fógetagarðurinn við Aðalstræti.

Sjá nánari upplýsingar og dagskrána alla á vef Vetrarhátiðar og Safnanætur.

Birt:
11. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vetrarhátið í Reykjavík 13.-14. febrúar“, Náttúran.is: 11. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/11/vetrarhatio-i-reykjavik-13-14-februar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: