Þann 2. nóvember sl. tilkynnti japanski bílframleiðandinn Subaru að þeir væru með nýjan rafbíl sem tvöfaldar hina hefðbundna akstursgetu eldri rafbíla. Þessi bíll á að ná 200 Km akstri á hleðslunni og það tekur aðeins 15 mínútur að hlaða rafhlöðuna að nýju. Galdurinn er fólginn í nýjum vanadium rafhlöðum sem eru unnar með nanótækni og ná þannig aukinni hleðslu og mun skemmri hleðslutíma auk þess að geta gefið meira afl út.

Nýjar rafhlöður voru nokkuð í umræðunni á ráðstefnunni Driving Sustainability sem haldin var í Reykjavík fyrir skemmstu. Þar var talað um CrF Lithium rafhlöður sem munu valda byltingu í smíði rafbíla og raftækja. Þær eru þegar í notkun á dýrari rafmagnsverkfærum iðnaðarmanna og get gefið meira afl en tengd tæki. Þær taka hleðslu á mjög skömmum tíma og geta því nýtt hemlun og akstur undan halla mun betur til sparnaðar í blendingsbílum og hreinum rafbílum.

Sjá grein gizmag um Subaru bílinn

Birt:
Nov. 6, 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
NA
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Subaru í stuði“, Náttúran.is: Nov. 6, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/06/subaru-stui/ [Skoðað:May 17, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: