Á hálfrar aldar afmæli mínu sem kom mér gersamlega að óvörum fyrir nokkrum dögum síðan, gaf dóttir mín....sem veit að ég hef ekki tíma né áhuga á neinu nema því sem kemur yngsta beibíinu mínu og áhugamáli númer 1,2 og 3 (fyrir utan hin tvö, þessi þrívíðu sem ég fæddi auðvitað og karlinum sem kþs að eyða sólarhringunum með mér) „Náttúrunni.is“ einhvernvegin til góða, mér yndlislega bók sem heitir „Gorgeously Green“ og er eftir Sophie nokkura Uliano en höfundurinn er eins og nafn bókarinnar ber með sér að setja umhverfismeðvitaðan lífstíl í skemmtilegri og meira sexþ og aðlaðandi búning en henni hefur þótt vera gert hingað til.
Hún er sæta græna húsmóðirin sem ætlar sko ekki að vera púkó þó að henni sé annt um jörðina og vilji ekki lengur taka þátt í að lifa dag hvern eins og allt sé í fína í heimi hér þó að við hugsum ekkert um afleiðingar okkar eigin gjörða. Þetta hlýtur auvitað að taka mjög á hana sem persónu þ.e. að stilla sér upp sem geðveikt smartri blondínu grænmömmu en hún gerir það vel og á ekkert nema hrós skilið fyrir framtakið. Ég aftur á móti leyfi mér að hafa mína persónu gersamlega falda á bak við það sem ég er að gera með vefnum og líður bara vel með það að vera alltaf í sama pilsinu og bol merktum Náttúran.is svo til upp á hvern einasta dag. Mér líður eins og hermanni sem ber búning sinn með stolti en það gerir Sophie Uliano líka þó að hún sé greinilega mun efnaðari og getur vafalaust ávallt keypt sér það nýjasta sem að umhverfisiðnaðurinn kemur á markað. Það er því fábært að geta fylgst með því í gegnum vefinn hennar sem heitir auðvitað gorgeouslygreen.com. Allt öðruvísi vefur en Náttúran.is en skemmtilegur og sætur samt. Mæli með honum.

Birt:
19. ágúst 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Yndislega græn - Gorgeously Green“, Náttúran.is: 19. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/19/yndislega-graen-gorgeously-green/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: