Að loknum undirbúningsfundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Accra, Ghana, 20. – 27. ágúst, telja umhverfisverndarsamtök að árangur hafi náðist í samningum um aðgerðir til að draga úr eyðingu regnskóga.

Um fjórðungur af árlegri losun koltvísýrings í heiminum stafar af eyðingu regnskóga og því afar mikilvægt samkomulag náist um raunhæfar aðgerðir til að sporna við þeirri þróun verði hluti af þeim í þeim samningi um framhald Kyoto-bókunarinnar sem stefnt er að á fundi Loftslagssamningsins í Kaupmannahöfn í lok næsta árs.

Í fréttatilkynningu Greenpeace segir, að “Some small incremental steps forward were made in the areas of reducing emissions from tropical deforestation and, although there was some progress on the question of funding for developing countries, there is still a lack of concrete proposals on how clean technology will be transferred and more detail is needed on how developing countries will be assisted to adapt to climate change.”

Í fréttatilkynningu WWF International segir, “... strategies are shaping up to reduce CO2 emissions from the destruction of forests, and talks about financing deep emission cuts and adaptation to climate impacts gain clarity. However, other tracks of the complex negotiations failed to progress in Accra and are falling dangerously behind schedule."

Næsti fundur aðildarríkja Loftslagssamningsins verður haldinn í Poznan í Póllandi, 1. – 12. desember.
Birt:
28. ágúst 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Um niðurstöður Accra-fundarins um arftaka Kyoto-bókunarinnar “, Náttúran.is: 28. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/29/um-niourstoour-accra-fundarins-um-arftaka-kyoto-bo/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2008

Skilaboð: