ETech 2009: Ný Adobe tól fyrir sjálfbæra hönnun
Þrívíddartölvuforrit og önnur hjálpartæki stafrænnar tækni sem geta hjálpað hönnuðum að taka umhverfisviðmið inn í hönnunarferlið voru kynnt á ETech sýningunni í byrjun mánaðarins. Hönnuðir þurfa því ekki að gerast umhverfisfræðingar per exellence áður en hið skapandi ferli getur hafist, aðeins sett sig lauslega inn í málin, unnið faglega á sínu sviði og látið forritið um að segja sér hvaða lausnir séu í boði og hvernig sparlegast sé farið með efni og auðlindir.
Þetta hljómar næstum of vel til að geta verið satt en Kevin Lynch tæknilegur stjórnandi Adobe kynnti slík tól á ETech þ. 3. mars sl. Þetta eru stórkostlegar fréttir virki tólin jafn vel og sögur fara af.
Birt:
18. mars 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ETech 2009: Ný Adobe tól fyrir sjálfbæra hönnun“, Náttúran.is: 18. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/17/etech-2009-ny-adobe-tol-fyrir-sjalfbaera-honnun/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. mars 2009
breytt: 18. mars 2009