Í vor tóku SORPA og Fréttablaðið höndum saman til að hvetja lesendur til að skila Fréttablaðinu til endurvinnslu. Hrundið var af stað auglýsingaherferð með ljósmyndum þar sem dagblöð þjóna ýmsum tilgangi s.s. að vera sófi eða stólar. Auglýsingarnar detta inn þegar að laust pláss er í blaðinu svo auglýsingakostnaður er ekki sá sem sýnist.

 

Samtök Iðnaðarins eða nánar tilekið SVÞ-Samtök verslunar, þjónustu og útgefanda dagblaða og tímarita, prentfyrirtækja og verslunarkeðja fór síðan af stað með enn stærr átak og komu merkinu „Gott til enduvinnslu“ í umferð. Merkið er að ná mikilli útbreyðslu á ýmiskonar prentefni. Blaðið The Reykjavik Grapevine notar t.a.m merkið á bakhlið hvers blaðs. Alir sem gefa út dreifipóst eru hvattir til að nota merkið sér að kostnaðarlausu.

Með samstilltu átaki ætti að vera hægt að koma miklu mun meiri pappír til endurvinnlu en nú er gert. Pappír ný tist ekki eingöngu í nýjan pappír heldur einnig í hesthúsasag, metanframleiðslu og margt margt fleira.

Birt:
9. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gott til endurvinnslu“, Náttúran.is: 9. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/09/gott-til-endurvinnslu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008

Skilaboð: