Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, húsgagnahönnuður, hefur á síðustu árum einbeitt sér nokkuð að hugtakinu stóll. Eins og skarpt hugsandi hönnuði ber, rúllar hún upp hugmyndum sem tengjast sögulegri hönnun stólsins frá ýmsum tímabilum, áferð, efni, notkun og uppruna, og vinnur úr þessum hugsanatengingum, áþreifanlega þrívíða/tvívíða stóla, oft með lífrænum tilvísunum í mynstrum og formum. Útkoman eru æsandi skemmtilegir stólar sem eru í raun listaverk. Myndin er af vef Studio Bility, sem er hönnunarstofa Guðrúnar Lilju og manns hennar Jóns Ásgeirs Hreinssonar sem er grafískur hönnuður, og sýnir ýmis sjónarhorn af stólnum „Rocking beauty“ eða „Ruggandi fegurð“ sem er úr vatnsskornum krossvið, ál og makrolón plasti.

Sjá nánar á bility.is.

 

Birt:
15. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn hönnun - Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir“, Náttúran.is: 15. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/lifraenhonnun_glg/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: