Í morgun var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun félagsins Suðurlinda. Að þessu stóðu sveitarfélögin Grindavík, Hafnarfjörður og Vogar. Markmið félagsins er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitafélaganna um náttúruauðlindir í landi þeirra. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að sveitarfélögin þurfa að eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmdir á auðlindasvæðum.
Auðlindirnar sem eru í umdæmi þessara sveitarfélaga eru Trölladyngja, Sandfell og Krþsuvík.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ákvörðun þeirra sem eiga að ákveða hvernig eigi að fara með þessar auðlindir séu þessi þrjú sveitafélög. Suðurlindir mun ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum. Orkuauðlindirnar verða því alfarið í opinberri eigu. Lúðvík segist vera bjartsýnn á gott samstarf við orkufyrirtæki.

Félagið verður í eigu opinberra aðila og sveitarfélögin þrjú fara með jafnan hlut. Stefnt er að því að félagið verði stofnað í janúar á næsta ári. Sveitarfélögin þrjú eiga hlut í Hitaveitu Suðurnesja: Hafnarfjörður á 15%, Grindavík 1% og Vogar 0,5%.

Á blaðamannafundinum sem haldinn var í morgun kom fram að ekki væri um nýtt orkufyrirtæki að ræða en að samstarf yrði samt sem áður við orkufyrirtæki um nýtingu á þessum auðlindasvæðum. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði einnig frá því að krafa verði gerð um að orka í landi Grindavíkur verði nýtt í atvinnuuppbyggingu í þágu sveitarfélagsins og að hagsmuna þeirra yrði gætt.

Ólafur segir að markaðssetningin verði beint að fyrirtækjum sem þurfa orku og landsvæði en segir þó álver ekki koma til greina.

Upplýsingar úr Morgunblaðinu og af vef RÚV.
Myndina tók Árni Tryggvason.
Birt:
15. nóvember 2007
Uppruni:
mbl.is
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Suðurlindir - nýtt félag til verndar orkuauðlinda?“, Náttúran.is: 15. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/15/suourlindir-nytt-felag-til-verndar-orkuauolinda/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: