Á morgun 2. maí mun leikstjórinn Davið Lynch „leikstýra“ fundi Hugmyndaráðuneytisins en þetta mun verða 17. fundur Hugmyndaráðuneytisins sem kemur saman á hverjum laugardagseftirmiðdegi kl 17:30 og standa fundirinir að jafnaði til 19:30. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir í vetur og margt verið tekið fyrir til að kryfja ástandið og skoða það sem vð gætum gert og hvað ekki.

Hugmyndaráðuneytið hefur oft hist á Háskólatorgi en fundurinn á morgun er haldinn að Grandagarði 2.

Fyrr um daginn eða kl. 10:30 hefur David Lynch boðað til fréttamannafundar í Ráðhúskaffinu þar sem hann mun kynna samvinnu hans við TM. Kl. 14:00 mun hann síðan stýra fjöldahugleiðslu í Háskólabíói.

Sjá vef Hugmyndaráðuneytisins.

Birt:
1. maí 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „David Lynch á hittingi Hugmyndaráðuneytisins“, Náttúran.is: 1. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/01/david-lynch-hittingi-hugmyndaraouneytisins/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: