Virkjanaáformum í Þjórsá og samstarfi við Alcoa mótmælt!

Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu þar vinnu til að mótmæla virkunaráformum fyrirtækisins í Þjórsá og samstarfi þess við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu.

,,Við fordæmum áætlun Landsvirkjunnar um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá og eina í Tungnaá, sem m.a. er gert til þess að svara orkuþörf álvers Rio Tinto-Alcan í Hafnarfirði (1,2), þrátt fyrir að stækkun álversins hafi verið hafnað í íbúakosningum vorið 2007. Allt bendir nú líka til þess að virkjað verði í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum, vegna þess að Alcoa hyggst nú reisa enn stærra álver á Bakka en áður var áætlað (3,4). Þar að auki eru framkvæmdir fyrirtækisins við Þeystareyki búnar að hafa í för með sér gífurlega eyðileggingu jarðhitasvæðisins(5). Til að bæta gráu ofan á svart eru framkvæmdirnar á Norðurlandi til þess eins að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem sjálft viðurkennir að vera vopnaframleiðandi (6) og hefur margoft hlotið athygli fjölmiðla vegna hrikalegra mannréttindabrota sinna (7). Landsvirkjun ætti ekki að bjóða Alcoa velkomið til landsins”
segir Jaap Krater frá Saving Iceland.

Öfgafull misnotkun á réttindum verkafólks:
Alcoa segist vera frábær vinnuveitandi, sem fer vel með starfsfólk sitt. En raunveruleikinn er öðruvísi:

,,Oft þarf starfsfólk að míga á sig, jafnvel kúka í föt sín eftir að hafa aftur og aftur verið meinað að nota baðherbergið. Baðherbergin eru einnig skítug, án ljósa og án klósettpappírs. Starfsfólk sem er ‘of lengi’ á klósettinu getur lent í því að vera dregið út af vörðum. Það eru meira að segja dæmi um að konur hafi þurft að girða niður um sig til þess að sanna að þær éu á blæðingum, svo þær megi nota baðherbergið oftar en tvisvar á dag” segir í skýrslu um meðhöndlun Alcoa á starfsólki í verksmiðju sinni í Hondúras (7.)

,,Með aðeins tíu mínútna fyrirvara, getur starfsfólki á næturvöktum verið skipað að vinna sex klukkutíma í viðbót, sem heldur þeim í verksmiðjunni í næstum því 14 klukkutíma. Yfirvinna er ekki borguð sérstaklega og þeir sem neita geta átt á hættu að verða reknir. [...] Meðallaunin eru 74 sent á tímann, upphæð sem er um það bil þriðjungur þess sem venjuleg fjölskylda þarf til að halda sér uppi” segir í skýrslunni.

Starfsfólk hefur staðið fyrir mótmælum, en Alcoa mælir alls ekki með stofnun verkalþðsfélaga. ,,Alcoa notar morðhótanir, ólöglegar fjöldauppsagnir, svarta lista og hótanir um að loka verksmiðjunni til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk þori að nýta sér rétt sinn til að skipuleggja” segir í skýrslunni.

Einnig hafa verið skrifaðar skýrslur um mannréttindabrot og brot á réttindum starfsfólks í Mexíkóskum verksmiðjum (8). Kaldhæðnislega, er Alcoa nú að losa sig við 1240 starfsmenn í Hondúras og Mexíkó, vegna minnkandi eftirspurnar eftir áli fyrir framleiðslu stórra bíla í kjölfar hækkandi olíuverðs (9).

Alcoa og hergagnaiðnaðurinn:

Alcoa styður beint við aðgerðir bandaríska hersins, t.d. í Írak. ,,Alcoa Defense er stoltur samstarfsaðili bandaríska hersins og hergagnaiðnaðarins” sagði Dave Dobson forseti Alcoa Defense. ,,Við hlökkum til að stuðla að auknu öryggi hermanna okkar, með því að gera farartækin léttari, hraðari og sterkari” (10).

,,Allir Alcoar (all Alcoas) vinna hart að því að að þessi verkefni gangi hratt í gegn til stuðnings hermannanna okkar” sagði Mark Vrablec, framleiðslustjóri Alcoa Davenport Works (11).

Önnur ný leg dæmi um tengsl Alcoa og bandaríska hersins segja m.a frá framleiðslu orrustuskipa og annara vopnaðra farartækja (13). Fleiri dæmi um tengsl Alcoa við hergagnaframleiðendur, t.d. Lockheed Martin má finna í greinni ‘Lygar og útúrsnúningar’ eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (14).

,,Semsagt, rafmagn frá fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunnar fer beint til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríðinu í Írak og Afganistan,” segir Jaap Krater frá Saving Iceland.


http://www.savingiceland.org
savingiceland@riseup.net

Heimildir:

(1) Landsvirkjun (2008). Alcan and Landsvirkjun reach agreement on
electricity price.
http://www.landsvirkjun.com/EN/article.asp?catID=130&artId=1027
(2) Iceland Review (2008). Trial Delays Hydropower Projects in Iceland.
http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=16567&ew_0_a_id=308981
(3) Visir.is (2008). Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun.
http://visir.is/article/20080718/FRETTIR01/597112643/1066
(4) Visir.is (2008). Enn stærra álver á Bakka hugnast Ingibjörgu ekki.
http://visir.is/article/20080722/FRETTIR01/354398429/0/Classifieds01
(5) Saving Iceland (2008). Energy companies destroying Þeistareykir.
http://savingiceland.puscii.nl/?p=1317
(6) ALCOA Defense website. http://www.alcoa.com/defense/en/capabilities.asp
(7) National Labor Committee with Community Comunication Honduras (2007).
The Walmart-ization of Alcoa. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447.
(8) Comité Fronterizo de Obreras (2008). Alcoa in México.
http://www.cfomaquiladoras.org/english%20site/alcoa_en_mexico.en.html
(9) Reuters (2008). Alcoa Inc.'s Alcoa Electrical And Electronic Systems
To Restructure Honduran And Mexican Operations.
http://www.reuters.com/finance/industries/significant?industryCode=51213&categoryId=225
(10) Alunet International (2008). Alcoa to Supply Armor Plate for New Army
Vehicle http://www.alunet.net/shownews.asp?ID=2334&type=1
(11) ALCOA (2008). Alcoa Provides Aluminum for Humvees Used In Iraq.
http://www.alcoa.com/defense/en/news/releases/humvee.asp
(12) Cavas, C. (2007). Alcoa Joins U.S. Navy LCS Program. Defense News
10/10/2007. Cfr.
http://www.alcoa.com/defense/en/news/releases/navy_lcs.asp
(13) ALCOA (2008). Lockheed Martin Announces Alcoa As Principal Team
Member To Compete For Joint Light Tactical Vehicle Program.
http://www.alcoa.com/global/en/news/whats_new/2007/jltv_program.asp.
(14) Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Lygar og útúrsnúningar,
http://savingiceland.puscii.nl/?p=1543&language=is

Birt:
25. júlí 2008
Höfundur:
Saving Iceland
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Saving Iceland í höfuðstöðvum LV“, Náttúran.is: 25. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/25/saving-iceland-i-hofuostoovum-lv/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: