Pósthússtræti var lokað í gær og verður áfram lokað um helgina vegna góðviðris. Betri aðstaða fyrir gangandi vegfarendur í miðborginni er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Lokun götunnar í blíðviðri hefur lagst vel í bæði gangandi vegfarendur og þá sem reka veitingahús umhverfis Austurvöll.

Pósthússtræti hefur iðulega verið lokað í sumar á góðum dögum. Umhverfis - og samgöngusviði hafa reglulega borist tilögur um að loka fleiri götum, til dæmis barst tölvupóstur í vikunni frá Samtökum um bíllausan lífsstíl með áskorun um að fleiri götur yrðu göngugötur á góðviðrisdögum og voru Austurstræti, Bankastræti og Laugavegurinn að Frakkastíg nefnd til sögunnar.

Góð stemmning skapast á Austurvelli þegar veður er gott og á lokun Pósthússtrætis að styðja þá stemmningu með því að girða fyrir bílaumferð sem tekur rými, veldur óþarfa hávaða og mengun.

Mynd: Austurvöllur, sem börn eru farin að kalla „Öskurvöll“. Ljósmynd: Reykjavíkurborg.

Birt:
11. júlí 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Pósthússtræti lokað um helgina vega blíðviðris“, Náttúran.is: 11. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/11/posthusstraeti-lokao-um-helgina-vega-bliovioris/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: