Fjölmenni í Íslandsvinagöngunni
Í Í dag kl. 13:00 gengu Íslandsvinir frá Hlemmi að Austurvelli þar sem flutt var dagskrá undir yfirskriftinni „Virkjum hugann - verndum náttúruna“. Þrátt fyrir að þátttakendur í göngunni hafi talið um eða yfir þrjúþúsund manns þótti fréttastofu Sjónvarps ekkert fréttnæmt við gönguna og minntist ekki orði á hana í kvöldfréttum kl. 19:00. Aftur á móti var sýnt kyrfilega frá göngu sem Austurbæjarskóli efndi til í dag undir þema fjölþjóðleika. Ekki það að skólagangan hafi verið ófréttnæm heldur er áhugavert að skoða hvernig fjölþjóðleika er hampað í skólastarfi en sá hópur þjóðfélagsins sem spyrnir á móti þeirri þróun sem á sér stað í stóriðjustefnunni virðist hafa minni rétt í þjóðfélaginu en svo að rödd þeirra fái að heyrast í ríkistfjölmiðlinum sem þeir eru nauðugir áskrifendur að. Hugsanlega var hugmyndin sú að rugla saman göngunum í augum almennings þannig að ganga Íslandsvina renni saman við Austurbæjarskólagönguna í hugum fólks. Sá samhugur og kjarkur sem þátttakendur í Íslandsgöngunni sýndu í dag er greinilega þyrnir í augum einhverra afla á ríkisfjölmiðlinum.
Sjá undirskriftarlista v. vinnubragða fréttastofu Sjónvarpsins.
Sjá undirskriftarlista v. vinnubragða fréttastofu Sjónvarpsins.
Í dag er kosið í sveitar- og bæjarstjórnum um land allt en ekki hefur enn verið borið undir landsmenn í atkæðagreiðslu hvort að stóriðjustefnan sé það sem að þjóðin vill í raun og veru. Þó er framtíð barna okkar að miklu leiti undir áhrifum þessarar stefnu komin til lengri tíma litið.
Myndirnar eru frá Íslandsvinagöngunni í blíðviðrinu í dag.
Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
27. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjölmenni í Íslandsvinagöngunni“, Náttúran.is: 27. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/islandsvinaganga/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 15. maí 2007