Greinargerð NSÍ um loftslagsfundinn í Balí og skuldbindingar Íslands
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tekið saman helstu samþykktir loftslagsfundarins í Bali í desember s.l. og einnig hverjar séu skuldbindingar Íslands. Sjá hér greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands hér.
Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru af tvennum toga: Í fyrsta lagi lagalegar skuldbindingar byggðar á ákvæðum Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingum og Kyoto-bókunarinnar. Og, í öðru lagi, pólitískar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með þátttöku sinni í hinu alþjóðlega samningaferli um endurnýjun Kyoto-sáttmálans og ljúka skal með samningi í Kaupmannahöfn árið 2009. Ber þar hæst samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda meðal iðnríkja um 25 - 40% miðað við 1990 fyrir 2020. Einnig má nefna yfirlýsingu forsætisráðherra í áramótaræðu sinni um að "Ný skýrsla vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfestir að hitaaukning í heiminum frá miðri síðustu öld sé að mestu leyti af mannavöldum. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí nú í desember náðist samkomulag um að hefja samningaviðræður um mótun ný s samnings sem taka á við af Kýótó-bókuninni árið 2012. Öll ríki heims verða að leggja sitt af mörkum. Það munum við einnig gera."
Sú spurning sem brennur er: Hvernig hyggst forsætisráðherra tryggja að svo verði? Náttúruverndarsamtök Íslands telja afar brýnt að ríkisstjórnin leggi fram trúverðuga loftslagsstefnu hið fyrsta; stefnu sem stenst skuldbindingar Íslands.
Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru af tvennum toga: Í fyrsta lagi lagalegar skuldbindingar byggðar á ákvæðum Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingum og Kyoto-bókunarinnar. Og, í öðru lagi, pólitískar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með þátttöku sinni í hinu alþjóðlega samningaferli um endurnýjun Kyoto-sáttmálans og ljúka skal með samningi í Kaupmannahöfn árið 2009. Ber þar hæst samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda meðal iðnríkja um 25 - 40% miðað við 1990 fyrir 2020. Einnig má nefna yfirlýsingu forsætisráðherra í áramótaræðu sinni um að "Ný skýrsla vísindamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfestir að hitaaukning í heiminum frá miðri síðustu öld sé að mestu leyti af mannavöldum. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí nú í desember náðist samkomulag um að hefja samningaviðræður um mótun ný s samnings sem taka á við af Kýótó-bókuninni árið 2012. Öll ríki heims verða að leggja sitt af mörkum. Það munum við einnig gera."
Sú spurning sem brennur er: Hvernig hyggst forsætisráðherra tryggja að svo verði? Náttúruverndarsamtök Íslands telja afar brýnt að ríkisstjórnin leggi fram trúverðuga loftslagsstefnu hið fyrsta; stefnu sem stenst skuldbindingar Íslands.
Birt:
27. febrúar 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Greinargerð NSÍ um loftslagsfundinn í Balí og skuldbindingar Íslands“, Náttúran.is: 27. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/27/greinargero-nsi-um-loftslagsfundinn-i-bali-og-skul/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.