Ecolect - Yfirsýn á græn efni fyrir hönnuði
Á vefsíðunnni ecolect.net er nú verið að bjóða upp á einstaklega skemmtilega nýjung fyrir alla þá sem vinna við hönnun og sköpun. Um er að ræða pakka Green Box™ sem sendur er 4 sinnum á ári til áskrifenda. Pakkinn inniheldur 8-12 sýni af glænýjum efnum. Pakkinn er sendur beint á vinnustofu þína, í vinnuna eða til háskólans.
Efnin eiga það sameiginlegt að þau verða að tákna ný breytni sem hægt er að nota við hönnun, framleiðslu og í markaðssetningu.
Efnin sem valin eru eiga að hjálpa þér við markaðssetningu á nýjum hugmyndum og vörum. Eftir eins árs áskrift mun fyrirtæki þitt eiga næstum 50 sýni af umhverfisvænum efnum sem eru í takt við fyrirtæki sem vinnur með hag umhverfisins að leiðarljósi.
Þar sem mörg þau efni sem kynnt eru í græna boxinu eru vafalaust ekki til hérlendis og kostnaður við innflutning á efni kannski óþarflega dýr eins og staðan er, kemur Náttúran þeirri hugmynd hér með á framfæri; að einhver framtaksamur hönnuður/arkitekt taki sig til og útbúi grænt box fyrir þau efni sem eru í boði hér á landi, og eru sannarlega framleitt á umhverfisvænni hátt en önnur sambærileg. Slíkt myndi vafalaust koma mörgum hönnuðum og sýningarstjórnendum til góða og styrkja stoðir „grænnar hönnunar“ hérlendis. Við hjá Náttúran.is gætum aðstoðað t.d. við að benda á sérfræðinga og finna út úr því hver býður hvað og hvaða umhverfisstaðlar liggja þar að baki.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ecolect - Yfirsýn á græn efni fyrir hönnuði“, Náttúran.is: 20. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/20/ecolect-yfirsyn-graen-efni-fyrir-honnuoi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.