Íslenska hitabeltið – Tropical Iceland
Lífræn ræktun - Vaxtarbroddur og nýsköpun og ræktun hitabeltisafurða í sameldi við fiskeldi.
VOR og Bændasamtök Íslands standa fyrir málþingi um lífræna ræktun sem vaxtarbrodd og nýsköpun. Málþingið er haldið á Radisson SAS Hótel Sögu í fundarsal Stanford á 2. hæð miðvikudaginn 18. mars kl.15:30 - 17:00.
Á málþinginu verður fjallað um lífræna ræktun sem tækifæri til nýsköpunar og sérstaklega kynnt ræktun hitabeltisafurða í sameldi við fiskeldi. Kynnt verður verkefnið “Tropenhaus” í Ruswil í Sviss sem rekið er á þessum forsendum.
Bernward Geier er aðalfrummælandi og flytur sitt erindi á ensku en hann rekur ráðgjafarfyrirtækið COLABORA í Þýskalandi og vinnur hann í nánu samstarfi við SEECON í Sviss sem hefur þróað og hannað slík gróðurhús með góðum árangri. Bernward hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands og er því töluvert kunnugur aðstæðum og þar með þeirri orku sem hér yrði hægt að nýta til slíkrar framleiðslu. Bernward var um árabil framkvæmdarstjóri IFOAM, alþjóðasamtaka lífrænna landúnaðarhreyfinga, sem hélt hér stjórnarfund haustið 1995 undir hans forystu. Þá hefur hann einnig unnið töluvert fyrir Slow Food samtökin, enda virtur á sínu sviði vegna mikillar þekkingar og reynslu.
Sveinn Aðalsteinsson mun fjalla um sameldi fiska og plantna.
Ræktun hitabeltisafurða hefur hingað til ekki verið álitin valkostur í íslenskri garðyrkju. Nú á seinni tímum hafa utanaðkomandi aðstæður orðið þess valdandi að íslensk garðyrkja þarf að fara í endurskoðun á sínu framleiðsluumhverfi og horfa til framtíðar og nýsköpunar. Ekki eina er að hér sé um efnahagsaðstæður að ræða heldur ekki síður og enn frekar eru hér umhverfisaðstæður sem hafa áhrif á. Í heimi þar sem hlýnun loftslags og aðrar umhverfisógnir steðja að þarf að opna allar dyr og skoða alla möguleika á hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif með aðgerðum.
Markmið málþingsins er að kynna lífræna ræktun sem vænlegan kost í atvinnu- og verðmætasköpun í sátt við umhverfið og sem fordæmi til frekari uppbyggingar til framtíðar. Hér er um að ræða framleiðslu hollra og góðra matvæla við skilyrði sem gætu laðað að ferðamenn, innlenda sem erlenda. Mynd: Lífrænir kirsuberjatómatar í Skaftholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
VOR og Bændasamtök Íslands standa fyrir málþingi um lífræna ræktun sem vaxtarbrodd og nýsköpun. Málþingið er haldið á Radisson SAS Hótel Sögu í fundarsal Stanford á 2. hæð miðvikudaginn 18. mars kl.15:30 - 17:00.
Á málþinginu verður fjallað um lífræna ræktun sem tækifæri til nýsköpunar og sérstaklega kynnt ræktun hitabeltisafurða í sameldi við fiskeldi. Kynnt verður verkefnið “Tropenhaus” í Ruswil í Sviss sem rekið er á þessum forsendum.
Bernward Geier er aðalfrummælandi og flytur sitt erindi á ensku en hann rekur ráðgjafarfyrirtækið COLABORA í Þýskalandi og vinnur hann í nánu samstarfi við SEECON í Sviss sem hefur þróað og hannað slík gróðurhús með góðum árangri. Bernward hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands og er því töluvert kunnugur aðstæðum og þar með þeirri orku sem hér yrði hægt að nýta til slíkrar framleiðslu. Bernward var um árabil framkvæmdarstjóri IFOAM, alþjóðasamtaka lífrænna landúnaðarhreyfinga, sem hélt hér stjórnarfund haustið 1995 undir hans forystu. Þá hefur hann einnig unnið töluvert fyrir Slow Food samtökin, enda virtur á sínu sviði vegna mikillar þekkingar og reynslu.
Sveinn Aðalsteinsson mun fjalla um sameldi fiska og plantna.
Ræktun hitabeltisafurða hefur hingað til ekki verið álitin valkostur í íslenskri garðyrkju. Nú á seinni tímum hafa utanaðkomandi aðstæður orðið þess valdandi að íslensk garðyrkja þarf að fara í endurskoðun á sínu framleiðsluumhverfi og horfa til framtíðar og nýsköpunar. Ekki eina er að hér sé um efnahagsaðstæður að ræða heldur ekki síður og enn frekar eru hér umhverfisaðstæður sem hafa áhrif á. Í heimi þar sem hlýnun loftslags og aðrar umhverfisógnir steðja að þarf að opna allar dyr og skoða alla möguleika á hvernig hægt er að hafa jákvæð áhrif með aðgerðum.
Markmið málþingsins er að kynna lífræna ræktun sem vænlegan kost í atvinnu- og verðmætasköpun í sátt við umhverfið og sem fordæmi til frekari uppbyggingar til framtíðar. Hér er um að ræða framleiðslu hollra og góðra matvæla við skilyrði sem gætu laðað að ferðamenn, innlenda sem erlenda. Mynd: Lífrænir kirsuberjatómatar í Skaftholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
12. mars 2009
Tilvitnun:
VOR - Verndun Og Ræktun - félag framleiðenda í lífrænum búskap „Íslenska hitabeltið – Tropical Iceland“, Náttúran.is: 12. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/12/islenska-hitabeltio-tropical-iceland/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.