Losun þrávirkna lífrænna efna

Heildarlosun díoxíns á Íslandi var 11,3 g I-TEQ árið 1990. Árið 2006 var losunin 3,8 g I-TEQ og hefur því minnkað um 67% á tímabilinu. Þessa minnkun má einkum rekja til þess að mjög hefur dregið úr opinni brennslu úrgangs og brennslu úrgangs í lélegum brennsluþróm á tímabilinu. Losun PAH4 var 47,2 kg árið 1990. Árið 2006 var losunin 76,5 kg og hefur losunin því aukist um 62% á tímabilinu. Þessa aukningu má einkum rekja til framleiðsluaukningar í stóriðju, en einnig að hluta til aukinnar losunar frá samgöngum.
Birt:
20. júlí 2008
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Losun þrávirkna lífrænna efna“, Náttúran.is: 20. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/20/losun-thravirkna-lifraenna-efna/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.