Unnið að innleiðingu INSPIRE
Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun landupplýsinga (INSPIRE) tók gildi í maí á liðnu ári. Tilskipunin mun taka gildi hér á landi á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og nú er unnið að því í umhverfisráðuneytinu að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar vegna þess. Áskilið er að tilskipunin verði innleidd í íslenska löggjöf fyrir 15. maí 2009.
Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Eitt af lykilatriðum tilskipunarinnar er átak við að gera opinberar landupplýsingar aðgengilegar á netinu.
Það er mat umhverfisráðuneytisins að með því að fylgja hugmyndafræði INSPIRE felist mikil tækifæri til umbóta og hagræðingar meðal opinberra stofnana hér á landi. Landmælingar Íslands hafa nýlega unnið greinargerð og tillögur fyrir umhverfisráðuneytið um innleiðingu INSPIRE hér á landi. Hér má nálgast skýrslu Landmælinga.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Unnið að innleiðingu INSPIRE“, Náttúran.is: 12. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/11/unnio-ao-innleioingu-inspire/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. desember 2008