Sífellt fleiri lönd og sveitarfélög íhuga að takmarka eða banna notkun einnota haldapoka úr plasti. Í Kína verða ókeypis plastpokar t.d. bannaðir frá 1. júní nk., umhverfisráðherra Ástralíu hefur lagt til að hætt verði að nota plastpoka í þarlendum dagvöruverslunum fyrir árslok, og forseti borgarstjórnar í Stavanger í Noregi hefur viðrað svipaðar hugmyndir. Svo mætti reyndar lengi telja. Áætlað er að Kínverjar noti um 3 milljarða plastpoka á degi hverjum. Plast er framleitt úr olíu, en úr einu kílói af olíu fæst aðeins hálft kíló af plasti. Auk þess fer mikil orka í framleiðslu plastpoka. Venjulegur plastpoki er að meðaltali notaður í 20 mínútur samkvæmt norskum útreikningum.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í gær.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Mynd af gronnhverdag.no
Birt:
16. janúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 16. janúar“, Náttúran.is: 16. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/17/oro-dagsins-16-januar/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. janúar 2008

Skilaboð: