Blá-blágræn stjórn í fæðingu?
Nú rúmri viku eftir að kosningaúrslit eru kunn, hafi þau þá verið kunn, séu þau nú kunn...þinga forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Þingvöllum og hinir sem eftir sitja, sumir, eru með þvílíkar yfirlýsingar og fýluköst að minnstu börn yrðu skömmuð rækilega fyrir.
En valdið er vanabindandi, miklu erfiðara að slíta sig frá því en heróíni. Að upplifa „cold turkey“ frammi fyrir alþjóð hlýtur að vera neyðarleg tilfinning. Það er líka óasanngjarnt gagnvart okkur hinum sem kusum bara. Af hverju þurfum við að vera vitni að þessu. Slík fráhvörf ættu menn auðvitað að fá að ganga í gegnum í dýnuþöktum og vel læstum herbergjum, aleinir, og koma út þegar allt er yfirstaðið og byrja þá nýtt líf. En þetta líður hjá og þá er eftir að koma í ljós hvernig hinu „fagra Íslandi“ Samfylkingarinnar reiðir af og hvernig grænu Sjálfstæðismennirnir ætla að útfæra umhverfisstefnu sína. Ég bið spennt.
Myndirnar eru teknar í miðbæ Reykjavíkur daginn fyrir kosningar, þegar allir voru enn vongóðir og loforðin voru vel læsileg um allan bæ.
- Gamall bíll Ómars Ragnarssonar, við Austurvöll, til kynningar Íslandshreyfingunni.
- Veggspjald fyrir kind.is (kosningavef Framsóknarflokksins) á Laugaveginum.
- Veggspjald frá Sjálfstæðisflokknum á Torginu, með Héraðsdóm í baksýn.
- Veggspjaldi frá Samfylkingunni á Strætóskþli á Torginu (lofa ókeypis tannvernd fyrir börnin).
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blá-blágræn stjórn í fæðingu?“, Náttúran.is: 20. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/20/bl-blgrn-stjrn-fingu/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2007