Við leitum að svepparáðgjafa
Greiningarlyklar benda til að hér sé um Móætisveppi (Agaricus arvensis] að ræða (enda fundust þeir í mólendi undir Ingólfsfjalli) en þó er hér um getgátur að ræða. Takmarkið er að sjálfsögðu að vita allt um sveppi og jurtir sem vaxa á Íslandi, og notkun þeirra, fyrr og nú. Náttúran.is er að safna upplýsingum og skrá bæði vísindalega og þjóðmenningarlega vitneskju um jurtir og náttúruna í Grasaskjóðuna, en hún á að halda utan um vitneskjuna sem hefur búið með þjóðinni í aldaraðir.
Til að fyrirbyggja að ný kynslóð íslendinga fjarlægist náttúruna og missi af því að læra um leyndarmál hennar, hvetur Náttúran.is unga sem aldna til þess að leggja til efni á vefinn. Samstarfsaðili er Náttúrufræðistofnun Íslands (sjá um sveppi á floraislands.is).
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Við leitum að svepparáðgjafa“, Náttúran.is: 9. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/leit_svepparadgj/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 5. maí 2007