Náttúran óskar eftir að fá leiðsögn í sveppatínslu og sveppagreiningu frá einhverjum áhugasömum og upplýstum sveppakunnáttumanni á landinu. Myndin er af sveppaþyrpingu sem ekki tókst að greina til fullnustu, þó komst náttúran.is að því að hér er um hvelfda fansveppi að ræða, en það finnast henni rþrar upplýsingar.

Greiningarlyklar benda til að hér sé um Móætisveppi (Agaricus arvensis] að ræða (enda fundust þeir í mólendi undir Ingólfsfjalli) en þó er hér um getgátur að ræða. Takmarkið er að sjálfsögðu að vita allt um sveppi og jurtir sem vaxa á Íslandi, og notkun þeirra, fyrr og nú. Náttúran.is er að safna upplýsingum og skrá bæði vísindalega og þjóðmenningarlega vitneskju um jurtir og náttúruna í Grasaskjóðuna, en hún á að halda utan um vitneskjuna sem hefur búið með þjóðinni í aldaraðir.

Til að fyrirbyggja að ný kynslóð íslendinga fjarlægist náttúruna og missi af því að læra um leyndarmál hennar, hvetur Náttúran.is unga sem aldna til þess að leggja til efni á vefinn.  Samstarfsaðili er Náttúrufræðistofnun Íslands (sjá um sveppi á floraislands.is).
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
9. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Við leitum að svepparáðgjafa“, Náttúran.is: 9. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/leit_svepparadgj/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 5. maí 2007

Skilaboð: