Orð dagsin 11. desember 2008.

Svitalyktareyðir getur innihaldið mikið af efnum sem eru skaðleg umhverfinu. Nýlega skoðuðu norsku samtökin Grønn Hverdag innihaldslýsingar 53 tegunda af svitalyktareyði á markaði þarlendis. Þar af innihéldu 23 tegundir efni sem norsk stjórnvöld telja sérlega skaðleg umhverfi og heilsu. Meðal þessara efna má nefna triclosan, sem fannst í 6 tegundum af umræddri vöru. Triclosan er bakteríudrepandi og er talið eiga þátt í vexti lyfjaónæmra baktería, auk þess að vera mjög eitrað fyrir vatnalífverur. Þá fannst dekametþlsyklópentasíloxan (D5) í 17 tegundum svitalyktareyðis, í sumum tilvikum í ótrúlega háum styrk. Þannig reyndist D5 vera 23% af svitalyktareyðinum „Nivea for Men Dry Impact“! Vitað er að efnið safnast upp í náttúrunni, en fátt er vitað um skaðleg áhrif þess. Þó að efnið sé á „svörtum lista“ norskra stjórnvalda eru engar takmarkanir á notkun þess í snyrtivörur innan Evrópusambandsins.
Lesið fréttatilkynningu Grønn Hverdag í gær,
skoðið nánari umfjöllun á heimasíðu IMS í Danmörku
og rifjið upp „Orð dagsins“ 1. nóvember 2007

Birt:
11. desember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „23 af 54 tegundum af svitalyktareyði skaðleg heilsu og umhverfi“, Náttúran.is: 11. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/11/23-af-54-tegundum-af-svitalyktareyoi-skaoleg-heils/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: