23 af 54 tegundum af svitalyktareyði skaðleg heilsu og umhverfi
Orð dagsin 11. desember 2008.
Svitalyktareyðir getur innihaldið mikið af efnum sem eru skaðleg umhverfinu. Nýlega skoðuðu norsku samtökin Grønn Hverdag innihaldslýsingar 53 tegunda af svitalyktareyði á markaði þarlendis. Þar af innihéldu 23 tegundir efni sem norsk stjórnvöld telja sérlega skaðleg umhverfi og heilsu. Meðal þessara efna má nefna triclosan, sem fannst í 6 tegundum af umræddri vöru. Triclosan er bakteríudrepandi og er talið eiga þátt í vexti lyfjaónæmra baktería, auk þess að vera mjög eitrað fyrir vatnalífverur. Þá fannst dekametþlsyklópentasíloxan (D5) í 17 tegundum svitalyktareyðis, í sumum tilvikum í ótrúlega háum styrk. Þannig reyndist D5 vera 23% af svitalyktareyðinum „Nivea for Men Dry Impact“! Vitað er að efnið safnast upp í náttúrunni, en fátt er vitað um skaðleg áhrif þess. Þó að efnið sé á „svörtum lista“ norskra stjórnvalda eru engar takmarkanir á notkun þess í snyrtivörur innan Evrópusambandsins.
Lesið fréttatilkynningu Grønn Hverdag í gær,
skoðið nánari umfjöllun á heimasíðu IMS í Danmörku
og rifjið upp „Orð dagsins“ 1. nóvember 2007
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „23 af 54 tegundum af svitalyktareyði skaðleg heilsu og umhverfi“, Náttúran.is: 11. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/11/23-af-54-tegundum-af-svitalyktareyoi-skaoleg-heils/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.