Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur nú hrundið að aðgerðaáætlun til að verjast hækkandi sjávarmáli vegna hnattrænnar hlýnunar. Strandlína Kaliforníu er alls 800 mílur, eða tæplega 1300 kílómetrar.

Á síðustu öld hækkaði sjávarmál um tæpa 18 sentimetra á San Francisco-svæðinu, að því er kom fram í máli Schwarzenegger er hann kynnti sérstaka rannsókn á breytingum á sjávarföllum.

Kalifornía er í farabroddi í umhverfisvernd í Bandaríkjunum, en ríkið hefur sín eigin viðmið um útblástur bifreiða og þar er í gildi löggjöf sem ætlað er að minnka losun koltvísýrings.

„Því lengur sem Kalifornía frestar áætlunum til að laga sig að hækkandi sjávarmáli því dýrari verða ráðstafanir vegna vandamálsins,“ sagði Schwarzenegger af þessu tilefni.

Birt:
15. nóvember 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Schwarzenegger býr Kaliforníu undir hækkandi sjávarmál“, Náttúran.is: 15. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/16/schwarzenegger-byr-kaliforniu-undir-haekkandi-sjav/ [Skoðað:25. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. nóvember 2008

Skilaboð: