Umhverfisstofnun greindi frá því undir lok nóvember í fyrra að ekki væri leyfilegt að nota vélknúin farartæki til veiða hérlendis. Þá hafði ríkssaksóknari úrskurðað að leyfilegt væri að flytja bráð frá veiðistað á götuskráðum fjórhjólum. Nú hefur fallið dómur yfir tveimur mönnum sem héldu til veiða á sexhjóli.

Brot mannanna felst í því að halda til veiða á sexhjóli og breytir þar engu þótt þeir hafi gengið einhverja vegalengd áður en dýrið var fellt. Rétt er að ítreka að einungis er leyfilegt að flytja menn til veiða eftir merktum vegum eða slóðum og svo bráð aftur tilbaka á vélknúnum ökutækjum.

Annar mannanna sem var einnig ákærður fyrir að hafa ekið utan vegar og valdið þar með hættu á náttúruspjöllum.

Sjá dóm Héraðsdóms Austurlands
Birt:
5. febrúar 2009
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Hreindýraveiðar á sexhjóli ekki leyfilegar“, Náttúran.is: 5. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/05/hreindyraveioar-sexhjoli-ekki-leyfilegar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: