Lamb skorið út úr trjástofniÁ morgun hefjast aðventudagar Sólheima og standa þeir til 16. desember. Aðventutemningin á Sólheimum er einstök, hátíðleg og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldursflokka.
Jólamarkaður, námskeið, tónleikar, guðþjónusta, Kaffihúsið Græna kannan, Verslunin Vala Listhús, opnar vinnustofur

Laugardaginn 24. nóvember:

  • Kennsla í gerð aðventuljósa í kertagerðinni hefst kl. 13:00, Leiðbeinendur: Auður Óskarsdóttir og Erla Thomsen
  • Tónleikar í Grænu könnunni kl. 15:30, Katie Buckley hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands flytur hugljúfa hörputónlist.
  • Vinnustofur, Græna kannan og verslunin Vala opin kl. 14:00-18:00

Sunnudaginn 25. nóvember:

  • Sólheimakirkja, guðsþjónusta kl. 14:00, Prófastur Árnesprófastsdæmis sr. Úlfar Guðmundsson predikar,Heiða Árnadóttir söngkona syngur við athöfnina.
Allir hjartanlega velkomnir! Athugið að nú hefur vegurinn til Sólheima frá Borg verið endurbættur og er því mun greiðfærari og öruggari. Sjá nánar um dagskrána á vef Sólheima . Myndin er af trélambi úr smiðju Sólheima. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
23. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðventudagar Sólheima 24.11. - 16.12.“, Náttúran.is: 23. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/23/aoventudagar-solheima-24-16-desember/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. nóvember 2007

Skilaboð: