Aðventudagar Sólheima 24.11. - 16.12.
Á morgun hefjast aðventudagar Sólheima og standa þeir til 16. desember. Aðventutemningin á Sólheimum er einstök, hátíðleg og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldursflokka.
Jólamarkaður, námskeið, tónleikar, guðþjónusta, Kaffihúsið Græna kannan, Verslunin Vala Listhús, opnar vinnustofur
Laugardaginn 24. nóvember:
- Kennsla í gerð aðventuljósa í kertagerðinni hefst kl. 13:00, Leiðbeinendur: Auður Óskarsdóttir og Erla Thomsen
- Tónleikar í Grænu könnunni kl. 15:30, Katie Buckley hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands flytur hugljúfa hörputónlist.
- Vinnustofur, Græna kannan og verslunin Vala opin kl. 14:00-18:00
Sunnudaginn 25. nóvember:
- Sólheimakirkja, guðsþjónusta kl. 14:00, Prófastur Árnesprófastsdæmis sr. Úlfar Guðmundsson predikar,Heiða Árnadóttir söngkona syngur við athöfnina.
Birt:
23. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðventudagar Sólheima 24.11. - 16.12.“, Náttúran.is: 23. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/23/aoventudagar-solheima-24-16-desember/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. nóvember 2007