Orð dagsins 4. mars 2008
Á næsta ári ætlar bílaframleiðandinn Mercedes-Benz að setja á markað lúxustvinnbíl af gerðinni S 400 BlueHYBRID, en hann verður að öllum líkindum fyrsti tvinnbíllinn sem búinn er lithíum-rafgeymum í stað nikkel-málm-hþdríðgeyma, eins og þeirra sem m.a. hafa verið notaðir í Toyota Prius. Geymarnir verða framleiddir hjá fyrirtækinu Continental AG, en fleiri fyrirtæki keppast við að verða fyrst til að bjóða bílaframleiðendum nothæfa lithíum-geyma. Þessir geymar hafa mun meiri orkurýmd en nikkel-málm-hþdríðgeymarnir, eða allt að 1,9 KW/lítra. Tvinnbíllinn frá Mercedes verður 299 hestöfl, nær 100 km hraða á 7,3 sekúndum og eyðir 7,9 lítrum af bensíni á hverja 100 km. Sambærilegur bensínbíll af hefðbundinni gerð eyðir 10,3 á hundraðið. Árið 2010 ætlar Mercedes síðan að setja á markað fyrsta dísel-tvinnbílinn, sem áætlað er að eyði 5,4 á hundraðið.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
4. mars 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 4. mars 2008“, Náttúran.is: 4. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/04/oro-dagsins-4-mars-2008/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.