Forsendur rannsóknarleyfis fyrir Gjástykki vafasamar- Landvernd og SUNN
Landvernd og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa sent umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir opinberri rannsókn á útgáfu á leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki. Hið umdeilda leyfi var gefið út tveimur dögum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Samtökin biðja um að rannsóknarleyfið verði afturkallað ef rannsóknin leiðir í ljós galla á málsmeðferðinni.
Landsvirkjun sótti um leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki þann 8. maí og aðeins tveim dögum síðar var leyfið gefið út. Margt bendir til þess að iðnararráðuneytinu hafi ekki gefist ráðrúm til þess að standa rétt að útgáfunni þannig að fullnægjandi geti talist m.t.t. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Ráðuneytið virðist ekki hafa leitað umsagna hjá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, þrátt fyrir bþsna skýr lagaákvæði um að svo skuli gert. Þá benda samtökin á að eignarhald á landinu er óljóst og að deilt sé um hvort um þjóðlendu eða einkaeign sé að ræða. Ef um þjóðlendu er að ræða ber forsætisráðherra að koma að málinu en til hans virðist ekki hafa verið leitað skv. fyrirliggjandi gögnum.
Landsvirkun hefur þegar hafist handa við rannsóknir á grundvelli hins umdeilda leyfis. Til þess að lágamarka umhverfistjónið hafa samtökin sent forstjóra Landsvirkjunar t-skeyti þar sem þess er óskað að hann sjái til þess að ekki verði ráðist í neinar framkvæmdir sem valda raski, s.s. gerð vega eða borplana, fyrr en erindið hefur fengið afgreiðslu. Samtökin telja mikilvægt að málið fái skjóta afgreiðslu og að rannsóknin verði þegar í stað hafin svo skýra megi málið hið fyrsta og áður en meiriháttar og óafturkræft rask í formi vegagerðar og jarðborana verður á svæðinu.
Auk hinna lagatæknilegu ágalla gagnvart útgáfu rannsóknarleyfisins benda samtökin á að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:
„Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. “
Samtökin fagna ofangreindri fyrirætlan og því að iðnaðarráðherra hefur vísað frá óafgreiddum umsóknum. Dapurlegt er þó til þess að hugsa að þar sem fyrrverandi iðnaðarráðherra gaf í miklum flýti út umrætt rannsóknarleyfi tveim dögum fyrir kosningar virðist sú frestun sem boðuð er í stefnuyfirlýsingunni ekki ná til Gjástykkis.
Hér má nálgast bréfið sem sent var umhverfisnefnd Alþingis. Samhljóða bréf var sent iðnaðarnefnd. Þá fengu ráðherrar, umhverfis og iðnaðar, send afrit af umræddum bréfum.
Landsvirkjun sótti um leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki þann 8. maí og aðeins tveim dögum síðar var leyfið gefið út. Margt bendir til þess að iðnararráðuneytinu hafi ekki gefist ráðrúm til þess að standa rétt að útgáfunni þannig að fullnægjandi geti talist m.t.t. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Ráðuneytið virðist ekki hafa leitað umsagna hjá Orkustofnun og Umhverfisstofnun, þrátt fyrir bþsna skýr lagaákvæði um að svo skuli gert. Þá benda samtökin á að eignarhald á landinu er óljóst og að deilt sé um hvort um þjóðlendu eða einkaeign sé að ræða. Ef um þjóðlendu er að ræða ber forsætisráðherra að koma að málinu en til hans virðist ekki hafa verið leitað skv. fyrirliggjandi gögnum.
Landsvirkun hefur þegar hafist handa við rannsóknir á grundvelli hins umdeilda leyfis. Til þess að lágamarka umhverfistjónið hafa samtökin sent forstjóra Landsvirkjunar t-skeyti þar sem þess er óskað að hann sjái til þess að ekki verði ráðist í neinar framkvæmdir sem valda raski, s.s. gerð vega eða borplana, fyrr en erindið hefur fengið afgreiðslu. Samtökin telja mikilvægt að málið fái skjóta afgreiðslu og að rannsóknin verði þegar í stað hafin svo skýra megi málið hið fyrsta og áður en meiriháttar og óafturkræft rask í formi vegagerðar og jarðborana verður á svæðinu.
Auk hinna lagatæknilegu ágalla gagnvart útgáfu rannsóknarleyfisins benda samtökin á að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:
„Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir. “
Samtökin fagna ofangreindri fyrirætlan og því að iðnaðarráðherra hefur vísað frá óafgreiddum umsóknum. Dapurlegt er þó til þess að hugsa að þar sem fyrrverandi iðnaðarráðherra gaf í miklum flýti út umrætt rannsóknarleyfi tveim dögum fyrir kosningar virðist sú frestun sem boðuð er í stefnuyfirlýsingunni ekki ná til Gjástykkis.
Hér má nálgast bréfið sem sent var umhverfisnefnd Alþingis. Samhljóða bréf var sent iðnaðarnefnd. Þá fengu ráðherrar, umhverfis og iðnaðar, send afrit af umræddum bréfum.
Birt:
1. september 2007
Tilvitnun:
Landvernd „Forsendur rannsóknarleyfis fyrir Gjástykki vafasamar- Landvernd og SUNN“, Náttúran.is: 1. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/01/rannsknarleyfi-fyrir-gjstykki-vafasamt-landvernd-o/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. september 2007