Smyrsl
Smyrsl eru hálffljótandi blanda af lyfi og fitukenndu efni til útvortis nota. Flestar jurtir má nota í smyrsl. Gegn kláðaútbrotum er gott að nota ferskan haugarfa, brenninetlu og njóla og gegn útbrotum og brunasárum reynast morgunfrú, kamilla og vallhumall vel. Til mýkingar má nota regnálm, sigurskúf og hóffífil, gegn húðkrabameini er rauðsmári góður og til að vinna á vörtum og líkþornum má nota hófsóley og sóldögg. (Sjá frekari upplýsingar um jurtir sem nota má útvortis í kafla um húð, bls 204-209.)
Einfaldasta aðferðin við að búa til smyrsl er að nota vaselín sem grunnefni. Blanda af kakósmjöri og bráðnu bþvaxi er einnig góð til þeirra hluta.
Vaselínsmyrsl
Bræðið 200 g af vaselíni við lágan hita. Setjið 60 g af jurtum út í og látið suðuna koma upp. Sjóðið varlega í 10-15 mínútur og hrærið hægt í allan tímann. Síið gegnuð bómullargrisju og pressið allan safann úr jurtunum. Hellið blöndunni í krukku með góðu loki, kælið og setjið smjörpappæir ofan á smyrslið áður en krukkunni er lokað svo að það geymist betur. Geymið í kæliskáp.
Ef nota þarf smyrsl í miklu magni er heppilegt að kaupa tilbúið smyrsl sem nlanda má tei eða urtaveig í. Smyrslið þarf að vera úr náttúrulegum efnum og svo þykkr að bæta megi í það vökva án þess að það skilji sig.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Smyrsl“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/smyrsl/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007