Í dag opnaði ljósmyndasýning – SKOVBO – eftir danska ljósmyndarann, listmálarann, tónlistarmanninn og kvikmyndaleikarinn Viggo Mortensen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin stendur frá 31. maí til 31. ágúst.

Sýningin er sérstaklega sett upp fyrir Ljósmyndasafnið og þemað er þeir sem búa í skógi eða það að eiga heima í skóginum.

Í fréttatilkynningu Ljósmyndasafnsins segir, "Viggo vinnur sköpun sinni farveg í fleiri en einni listgrein, og hefur um árabil lagt stund á ljósmyndun við góðan orðstír, ásamt listmálun, ljóðagerð og tónlist. Viggo Mortensen hefur ferðast víða og búið á mörgum mismunandi stöðum um ævina og ævinlega notað sitt nánasta umhverfi sem efnivið fyrir ljósmyndir sínar.”

Ennfremur segir, „Viggo er sérstakur náttúruáhugamaður og er umhugað um íslenska náttúru [og] því hefur hann ákveðið að myndirnar á sýningunni verði til sölu og að ágóð [af sölu] i þeirra renni óskiptur til Náttúruverndarsamtaka Íslands.”

Myndirnar eru víða að, Póllandi, Mexikó, Úral, Bandríkjunum, Argentínu, Danmörku, og fleiri stöðum. Flestar kosta um 30 þúsund krónur. Þær dýrustu 40 þúsund.

Fram kom á blaðamannafundi í gær að Viggo hefur ferðast um Ísland, notið náttúrufegurðar landsins og tekið fjölda ljósmynda. Sjá viðtal við Viggo í Fréttablaðinu í dag:
Birt:
31. maí 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Ágóði af sölu mynda Viggó Mortensen rennur til NSÍ“, Náttúran.is: 31. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/31/agooi-af-solu-mynda-viggo-mortensen-rennur-til-nsi/ [Skoðað:6. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: