7. tölublað fréttablaðsins The Reykjavik Grapevine er svokallað grænt tölublað. Þar er lögð áhersla á að koma upplýsingum til fólksins, skapa hlutlausa, opna og málefnalega umræðu um umhverfið og hvernig mögulegt er að leysa þessi sjálfsköpuðu vandamál tengd umhverfinu.
Blaðið sem er gefið út á ensku og ætlað erlendum ferðamönnum vekur athygli á því sem um er að vera á Íslandi í skemmtanalífinu sem og þjóðlífinu og er vel ritstýrður og hnitmiðaður fréttamiðill með góða greinahöfunda og blaðamenn á sínum böndum.
Í græna tölublaðinu má lesa viðtal við Þorstein I. Sigfússon prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarmann hjá Íslenskri Nýorku, um vetnisorku, grein eftir Alex Elliot um „egological footprinting“ mælieiningu fyrir umhverfisáhrif, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skrifar um „Lþðræði og umhverfisdómgreind“ auk margra annarra fróðlegra og skemmtilegra greina.

The Reykjavik Grapevine er ókeypis og er hægt að nálgast það um allt land í verslunum, sjoppum og kaffihúsum.
Birt:
7. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „The Green Grapevine “, Náttúran.is: 7. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/07/green-grapevine/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: