Ingólfsfjallsmálið - Hvað um heilstætt mat á umhverfisröskunum?
Hætt er við að Ingólfsfjall þurfi að sætta sig við nýjar útlínur ef efnistaka í suðurhlíðum fjallsins fá að vinna á því mikið lengur.
Varla er hægt að tala um náttúruperlu fjarri byggð heldur er hér um eitt fjölfarnasta svæði landsins að ræða. Enda hefur stækkun námunnar stungið vegfarendur þjóðvegsins í augu um árabil. Efnistaka í 15 ár í viðbót þýðir umtalsvarðar raskanir á útliti og formi fjallsins. Fjallsbrúnin mun t.d. lækka um 80 metra á stóru svæði. Maður spyr sig því hvort að þetta komi engum nema landeigendum við?
Svo sérkennilega vill til að landeigandi námusvæðisins er einnig formaður umhverfisnefndar Ölfuss en auglýst hefur verið „opið hús“ þann 26 janúar að Kjarri í Ölfusi þar sem frummatsskýrslan sem Línuhönnun vann fyrir Fossvélar ehf. verður kynnt. Það verður áhugavert að fylgjast með framsetningu þessa máls og málsmeðferð alla.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ingólfsfjallsmálið - Hvað um heilstætt mat á umhverfisröskunum?“, Náttúran.is: 17. janúar 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/ingomalid/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007