Áætlanir eru uppi um nýta hluta norska olíusjóðsins til að fjárfesta í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Sjóðurinn nefnist opinberlega Government Pension Fund.

Seðlabanki Noregs, sem fer með umsjón sjóðsins fyrir norsk stjórnvöld, hefur gagnrýnt fyrirætlanir um að skipta sjóðnum og nýta hluta hans til endurnýjanlegrar orku harðlega.

Norges Bank segir að það að skipta upp sjóðnum til að nýta hluta hans í umhverfisvænar fjárfestingar sé ekki í samræmi við þá stefnu að byggja fjárfestingar sjóðsins bara á viðskiptasjónarmiðum. Bankinn segir að réttara væri fyrir stjórnvöld að stofna annan sjóð til fjárfestinga í umhverfisvæna orkugeiranum.

Skiptingin kemur til vegna endurskoðunar á siðferðislegum grunni sjóðsins og er ætlað að fylgja straumnum í heiminum í dag, samkvæmt frétt Reuters.

Norsk stjórnvöld segja að fjárfestingum olíusjóðsins í umhverfisvæna orkugeiranum sé ætlað að skila hagnaði og tryggja örugga afkomu komandi kynslóða, en sjóðurinn er lífeyrissjóður fyrir Noreg.

Birt:
26. ágúst 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Hluti norska olíusjóðsins nýttur í endurnýjanlega orku?“, Náttúran.is: 26. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/26/hlutin-norska-oliusjoosins-nyttur-i-endurnyjanlega/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: