Friðar og danshátið - Sunray - Cherokee
Á Búlandi eru það Sólarsöngvar og dansar stolltu Cherokee þjóðarinnar, sem settir eru fram með jörðu, sólu og höfuðáttum að leiðarljósi. Angelika Salberg, Sunray kennari leiðir námskeiðið. Þessi fræði og námskeiðið hæfa öllum aldurshópum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í að styrkja, styðja og hreinsa okkar yndislega land af áhrifum, sem hafa orðið af manna- eða náttúruvöldum þá er þetta tækifærið. Á tímamótum mikilla umbreytinga á jörðinni og hjá mannkyninu fáum við nú tækifæri til að marka spor friðar og jafnvægis í sérvöldum huldum náttúruperlum í næsta nágrenni við Búland í A-Landeyjum.
Ven Dhyany Ywahoo höfðingi Cherokee var barn að aldri valin af þeim eldri innan ættbálksins, til að kenna áfram heilög fræði forfeðra þeirra um samspil mannsins við himininn, jörðina og mannkynið. Ven Dhyany Ywahoo hefur tjáð okkur að Ísland sé að kalla eftir hjálp hún hefur beðið okkur að hlusta á landið okkar. Ábúendur á Búlandi þau Guðný Halla og Guðmundur ákváðu að bregðast við því með að bjóða þáttakendum Sunray aðstöðu á Búlandi. Ven Dhyany Ywahoo er andlegur leiðtogi Sunray hugleiðslu samtakanna, hún er af tuttugasta og sjöundu kynslóð Ywahoo ættar Cherokee (Tsalagi) þjóðarinnar og er höfðingi í Green Mountain Ani Yunwiwa. (sjá nánar á www.sunray.org) Ven Dhyany Ywahoo kom til Íslands fyrst í febrúar 2003.
Í gamla húsinu á Búlandi er aðgangur að heitu og köldu vatni, þar er sturtu, salernis-, og eldunar aðstaða, Svefnpokapláss í gamlahúsi kostar 1.000.- kr nóttin og tjaldsvæði 300.- kr nóttin á mann. Sunray námskeið Angeliku Salberg kostar 21.000.- fyrir hjón, 11.000.- fyrir einstakling og ókeypis er fyrir 18 ára og yngri.
Hver og einn kemur með mat eða nesti fyrir sig á staðinn. Sameiginlegt grill verður á laugardagskvöldið og koma gestir með mat á grillið fyrir sig og sína. Ekki eru leyfðir áfengir drykkir.
Hér er í boði einstakt tækifæri til gera eitthvað algerlega öðruvísi, komast í snertingu við sjálfan sig án vímuefna í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar.
Á Búlandi reka þau Guðný Halla, Guðmundur og fjölskylda lífrænt mjólkurbú og hrossarækt. Á bænum eru kþr og kálfar, hestar, kisa með kettlinga, íslenskar hænur og íslenskir hundar. Búland er 13 km austan við Hvolsvöll í Voðmúlastaða hverfinu efst í A- Landeyjum, beygt er til hægri þegar komið er úr vestri. Sjá skiltið sem er efst upp við þjóðveg. Hægt verður að dvelja til 4. ágúst. Allar nánari upplýsingar í símum 487-8527 og 868 - 4500 og skráning á buland@emax.is
Birt:
Tilvitnun:
Birgir Þórðarson „Friðar og danshátið - Sunray - Cherokee“, Náttúran.is: 19. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/frioar-og-danshatio-sunray-cherokee/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. júlí 2008
breytt: 23. júlí 2008