Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fyrir hönd samtakanna, skorar á iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, að lýsa stuðningi sínum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Segir Árni að þar með væri tekin af öll tvímæli um að Norðlingaölduveita sé úr sögunni og að verin fái þá vernd sem þeim ber. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir og núverandi umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz auk landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar, hafa nú þegar lýst stuðningi sínum við stækkun friðlandsins og telja að hætta eigi við öll áform um virkjanir og rask á svæðinu.

Landsvirkjun hefur einnig lýst því yfir að fyrirtækið hyggist ekki áfrþja úrskurði Héraðsdóms til Hæstaréttar og segist enda ekki líta til orku frá Þjórsárverum til að koma til móts við orkuþörf mögulegra álvera á suðvesturhorninu. Það er því eðlileg krafa Náttúruverndarsamtakanna og eðlilegt framhald af þróun síðustu daga að hinn ný i iðnaðarráðherra taki undir orð samráðherra sinna, til að skapa langþráðan frið um að náttúruperluna Þjórsárver.
Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í nóvember 2004, styðja 65% þjóðarinnar stækkun friðlands Þjórsárvera og eru andvíg Norðlingaölduveitu.

Merki Náttúruverndarsamtakanna er hannað af Goddi, teikningin í merkinu er eftir Jón Baldur Hlíðberg.

 

Birt:
4. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áskorun Náttúruverndarsamtaka Íslands til iðnaðarráðherra“, Náttúran.is: 4. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/ask_idnradh/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 24. ágúst 2007

Skilaboð: