Ástandið í Danmörku minnir á það sem ríkti í Reykjavík þegar Reagan og Gorbachev hittust í Höfða árið 1986. Niðurstaðan varð i fyrstu mikil vonbrigði fyrir þá sem vonuðust eftir samkomulagi um afvopnun en þegar fram liðu stundir kom í ljós að töluverður árangur hafði náðst - þrátt fyrir allt.

Fjölmiðlar í Bella Center, ráðstefnugestir og heimurinn allur bíður í ofvæni eftir niðurstöðu þjóðarleiðtoga. Dugir hún til að snúa við þróuninni?

Sagt er að samkomulag hafi náðst um að hlýnun lofthjúpsins verði að halda innan við 2 gráður á Celsíus frá því sem var fyrir iðnbyltingu og að iðnríkin muni fjármagna þann kostnað sem það felur í sér fyrir þróunarlöndin. Enn vantar þó tölurnar um hversu mikið skal draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hver á að gera hvað?

Miðað við þau fyrirheit sem iðnríkin hafa þegar hafa verið gefið um samdrátt í útstreymi má búast við hlýnun um 3,5°C. Gangi það eftir er úti um þá Jörð sem við þekkjum. Með öðrum orðum, allir vita hvað verður að gera til að forða hruni vistkerfisins, en skipting byrðana vefst enn fyrir þjóðarleiðtogum.

Greenpeace benti pent á það í gær að "Politicians Talk, Leaders Act." Sjá hér.

Ekki fer á milli mála að danskir fjölmiðlar vona að niðurstaðan geti kallast "Copenhagen Agreemen" eða eitthvað álíka; að slagorðið um Hopenhagen verði ekki snúið í Nopenhagen.

Mynd: Greenpeace TV action, af www.politiken.dk.

Birt:
19. desember 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Árni Finnsson skrifar frá Bella Center í Kaupmannahöfn“, Náttúran.is: 19. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/19/arni-finnsson-skrifar-fra-bella-center-i-kaupmanna/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: