Hrein orka - betri heimur
Um þessar mundir stendur yfir sýningin „Hrein orka - betri heimur“ í Sesseljuhúsi - sýningarhúsi um sjálfbærar byggingar og fræðslusetur um umhverfismál að Sólheimum í Grímsnesi. Á sýningunni sem er styrkt af Pokasjóði er fjallað um vatnsorku, sólarorku, líforku, ölduorku, jarðvarma, sjávarfallaorku og vindorku.
Auk þess er ýmislegt spennandi í gangi á Menningarveislu Sólheima nú í sumar t.d. listsýningar, höggmyndagarðurinn, trjásafnið við Öl, ljósmyndasýningin „Sólheimar í tímans rás“, Lego-sýning í arinstofu Sesseljuhúss. Í Miðgarðstjaldi við við Grænu könnuna eru til sýnis og sölu listmunir frá Ásgarði, markaðstjald með lífrænar afurðir, kaffihús og verslun.
Myndin er tekin af útskornum verum á sýningu í Miðgarðstjaldi í fyrra. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
19. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hrein orka - betri heimur“, Náttúran.is: 19. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/19/hrein-orka-betri-heimur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008