Meirihluti landsmanna andvígur frekari virkjunum fyrir stóriðju
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, eru 57 prósent landsmanna andvíg byggingu frekari virkjana fyrir orkufrekan iðnað. 41,1 prósent svarenda búsettra á landsbyggðinni styður frekari virkjanir til stóriðju, og 44,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikill munuru er á afstöðu karla og kvenna.
Að mati Náttúruvernadarsamtaka Íslands má skýra niðurstöðu þessarar könnunar með þeirri staðreynd að náttúruvernd á vaxandi fylgi að fagna í samfélaginu. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði hafa skilað landsmönnum litlu sem engu, Austfirðingum fækkar enn og arðsemi virkjunarframkvæmda verulega neikvæð. Jafnframt hefur almenningur vaxandi áhyggjur af sívaxandi losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Með tilkomu Alcoa Fjarðaáls óx losun á hvern íbúa hér á landi um 5 tonn - úr ríflega 12 tonnum í 17 tonn. Það setur Íslendinga í þriðja meðal iðnríkja, á eftir Ástralílu og Bandaríkjunum.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Meirihluti landsmanna andvígur frekari virkjunum fyrir stóriðju“, Náttúran.is: 24. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/24/meirihluti-landsmanna-andvigur-frekari-virkjunum-f/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.