Hverjum þarf nú að slátra?
Í ljósi atburða dagsins, mestum örlagadegi Íslandssögunnar, einmitt nú, í miðri sláturtíð, hitnar blóðið í landanum og krafan um að ekki bara einhverjir taki ábyrgð á fjármálakreppunni í landinu heldur mjög ákveðnir menn, og aðrir menn í bönkum o.fl menn. Mér og örugglega allnokkrum öðurm hafa borist hvetjandi skeyti í formi facebook-grúppu-þátttöku-hvatninga netskeyta þar sem boðið er til hóps sem vill að Davíð Oddsson taki pokann sinn og axli þannig þá ábyrgð sem honum ber.
Við innlit í grúppuna kom í ljós að önnur samsvarandi anti-Davíðs-grúppa var fyrir á Facebook og því öllum boðið að taka bara þátt í þeim báðum. Ekki veiti af enda þykir mörgum víst nóg komið. Án þess að ég ætli endilega að taka afstöðu gegn Davíð með þátttöku (enda reddaði Davíð mér einus sinni vinnustofu í Laugardalnum, mér fátækum listamanninum, ný kominni að utan úr námi). En þar sem listrænt frelsi er ein af stoðum þjóðfélagsins leyfi ég mér í ljósi aðstæðna að birta grafík sem ég vann fyrir mörgum árum síðan að gamni mínu, í einu af þeim stríðum sem Jón Ásgeir og Davíð háðu sín á milli. Hún hefur kannski aldrei átt betur við.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hverjum þarf nú að slátra?“, Náttúran.is: 6. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/06/hverjum-tharf-nu-ao-slatra/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.