Háskóli Íslands efnir til málþings í tilefni af Samráðsfundi um loftslagsbreytingar sem haldið er dagana 12. - 14. júní í Reykjavík. Málþingið er haldið í hátíðarsal háskólans miðvikudaginn 14. júní og hefst kl. 9:00. Málþingið er öllum opið. Þar munu vísindamenn og sérfræðingar fjalla um hreina orkugjafa framtíðar, m.a. vetni og jarðhita, auk þess sem ný stárlegar hugmyndir íslenskra og erlendra vísindamanna um bindingu koltvíoxíðs djúpt í jörðu verða kynntar. Forseti Íslands mun draga saman meginniðurstöður málþingsins í lok þess.

Dagskrá og áherslur Samráðsþings um loftslagsbreytingar sem kynntar voru af forseta Íslands: 1. Samráðsþings um loftslagsbreytingar. 200 fulltrúar 100 stórfyrirtækja, háskóla og vísindastofnana var boðið að sitja þingið. Forseti Íslands kynnir víðtækt samstarf íslenska vísindasamfélagsins og ýmissa virtustu háskóla veraldar. Þingið er lokað almenningi.

2. Fyrirlestraröðin Nýir straumar sem forseti Íslands stofnaði til fyrr á þessu ári. Dr. Rajendra K. Pachauri forseti Alþjóðlegs vísindaráðs um loftslagsbreytingar mun flytja þriðja fyrirlesturinn í þessari röð næstkomandi miðvikudag.

3. Young Global Leaders. Ungum leiðtogum á alþjóðavettvangi úr viðskiptum, þjóðmálum, vísindum og tækni mun vera boðið til Íslands í boði forsetans og samráðsfundur haldinn um orkugjafa framtíðar í haust. 

4. Alþjóðleg samvinna vísindasamfélagsins. Samkomulag að víðtækri samvinnu milli íslenska vísindasamfélagsins og ýmissa virtustu háskóla veraldar. Undirritun samkomulagsins mun fara fram þriðjudaginn 13. 06.2006 kl. 12:15 á Hótel Nordica. Þar verður fjölmiðlum heimilt að vera viðstaddir.

Birt:
13. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opið málþing um áhrif loftslagsbreytinga“, Náttúran.is: 13. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/malting_loftslagsbre/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: