Útgáfa geisladisks á svanslegum nótum
Orð dagsins 26. janúar 2008.
Á miðvikudag kemur út geisladiskurinn „Ut i livet“ með sænska tónlistarmanninum Fredrik Swahn. Diskurinn er sérstakur að því leyti, að tekið var sérstakt tillit til umhverfisþátta í öllum undirbúningi útgáfunnar. Allt var þetta unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Norræna Svansins í Svíþjóð, en Fredrik er einmitt félagi í sænska Svansklúbbnum, en það eru samtök fyrirtækja sem vilja láta til sín taka í umhverfismálum, m.a. með vistvænum innkaupum. „Ut i livet“ er fyrsti geisladiskurinn í heiminum með svansmerkt textablöð og svansmerkt veggspjöld. Ætlunin var að fá vottun Svansins á allan diskinn, en það strandaði m.a. á því að ekki var hægt að fá pappa í umslagið, sem uppfyllti kröfur Svansins. Fredrik þrýsti mjög á pappírsiðnaðinn að leysa úr þessu, en það tókst sem sagt ekki að þessu sinni.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð 23. jan. sl.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Útgáfa geisladisks á svanslegum nótum“, Náttúran.is: 26. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/27/utgafa-geisladisk-svanslegum-notum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. janúar 2009
breytt: 28. janúar 2009