Samfélagsábyrgð: Frá sýn til framkvæmdar
Útflutningsráð Íslands og Eþikos bjóða upp á námskeið um innleiðingu samfélagsábyrgðar sem lið í því að byggja upp traust, orðstír og ábyrga samkeppnishæfni. Þessar áherslur hafa aldrei verið mikilvægari en nú. Námskeiðið verður haldið þriðjudagur 17. mars 2009 - kl. 09.00-17.00 í Háskólanum í Reykjavík.
Leiðbeinandinn Steven A. Rochlin er eftirsóttur fyrirlesari og einn af fremstu alþjóðlegu sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar. Hann hefur skrifað bækur um efnið, ráðlagt ríkisstjórnum víða um heim og fjölda fyrirtækja þ.á.m. BP, BT, Cemex, Chevron, JP Morgan Chase, Nestlé, Pfizer, SAP og Timberland.
Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur:
Leiðbeinandinn Steven A. Rochlin er eftirsóttur fyrirlesari og einn af fremstu alþjóðlegu sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar. Hann hefur skrifað bækur um efnið, ráðlagt ríkisstjórnum víða um heim og fjölda fyrirtækja þ.á.m. BP, BT, Cemex, Chevron, JP Morgan Chase, Nestlé, Pfizer, SAP og Timberland.
Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur:
- Öðlast aukinn skilning á inntaki og vægi samfélagsábyrgðar á mörkuðum og á tímum fjárhagserfiðleika.
- Þekkja hagnýtar leiðir til þess að byggja upp traust, orðstír og samkeppnishæfni á grundvelli samfélagsábyrgðar.
- Geta með markvissum hætti kynnt samfélagslegt hlutverk fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum, hluthöfum og hagsmunaaðilum.
- Fá tækifæri til að byggja upp tengslanet sem styður við eflingu samfélagsábyrgðar hérlendis.
Upplýsingar um þátttökugjald veitir Útflutningsráð og skraning fer fram með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í s. 511 4000.
Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, s. 511 4000, inga@utflutningsrad.is og Stefán E. Stefánsson hjá Eþikos, s. 599 6526, stefaneinar@ru.is.
Sjá vef eþikos og vef Útflutningsráðs.
Mynd frá Jökulsrárlóni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
3. mars 2009
Tilvitnun:
útflutningsráð „Samfélagsábyrgð: Frá sýn til framkvæmdar“, Náttúran.is: 3. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/03/samfelagsabyrgo-fra-syn-til-framkvaemdar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.