Orð dagsins 13. nóvember 2008.

Þann 3. desember nk. ætlar flugfélagið Air New Zealand í fyrsta sinn að nota lífeldsneyti á flugvél í áætlunarflugi. Um er að ræða 50:50 blöndu af venjulegu þotueldsneyti og eldsneyti sem unnið er úr jatropha-plöntunni. Jatropha vex á annars rþru landi í Afríku, nær þriggja metra hæð og ber óætar olíuríkar hnetur. Flugið 3. desember er liður í viðleitni Air New Zealand til að draga úr eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Forsvarsmenn félagsins vonast til að lífeldsneyti verði orðið um 10% af allri eldsneytisnotkun félagsins árið 2013. Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur einnig gert tilraunir með lífeldsneyti í áætlunarflugi.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag og rifjið upp „Orð dagsins“ 16. október 2007. 

Birt:
13. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lífeldsneyti prófað í flugvél í áætlunarflugi“, Náttúran.is: 13. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/13/lifeldsneyti-profao-i-flugvel-i-aaetlunarflugi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: