Orð dagsins 26. ágúst 2009

Fyrr í þessum mánuði voru ræstar 3 fyrstu vindmyllurnar í þþskum vindmyllugarði 45 km úti fyrir ströndum Hollands og Þýskalands. Verkefnið er sérstakt að því leyti, að ekki hafa áður verið gerðar tilraunir með orkuframleiðslu af þessu tagi svo langt undan landi. Alls verða settar þarna upp 12 vindmyllur, með 5 MW afl hver. Þær eiga allar að vera farnar að snúast fyrir árslok. Margir fylgjast spenntir með árangri þessarar tilraunar, þar sem raforkuframleiðsla svo langt frá landi er talin geta falið í sér mikla möguleika ef vel tekst að yfirvinna þær óblíðu aðstæður sem þar ríkja. Þess má geta að Alþjóðaorkumálastofnunin (International Energy Agency (IEA)) gerir ráð fyrir að nýting vindorku á hafi úti muni meira en 100-faldast fram til ársins 2030.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
26. ágúst 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Vindmyllugarður á hafi úti“, Náttúran.is: 26. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/27/vindmyllugarour-hafi-uti/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. ágúst 2009

Skilaboð: