Nú stendur yfir Evrópska skógarvikan, sem tileinkuð er skógum 46 Evrópulanda. Markmið vikunnar er að gera skógargeirann sjálfan sýnilegri, auk áhrifa hans á efnahagslíf og þjóðfélag, að auka meðvitun um mikilvægi þess að draga úr loftslagsbreytingum og að hvetja til umræðu um skógrækt og skyld málefni.

Markmiðum skógræktarvikunnar ná þátttökulöndin með ýmsum hætti, t.d. með ráðstefnuhaldi, skógarferðum, fræðslu, plöntun og listviðburðum.

Ísland tekur þátt í verkefninu og stendur fyrir tveimur viðburðum. Annars vegar er um að ræða ljósmyndakeppnina „Haustlitir í skógi“ sem staðið hefur yfir frá 15. september og hins vegar leitar Skógrækt ríkisins nú að hæsta tré landsins.

Sjá vef Skógræktar ríksins.

Skógarsena í Skotlandi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
22. október 2008
Tilvitnun:
Skógrækt ríkisins „Evrópska skógarvikan“, Náttúran.is: 22. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/22/evropska-skogarvikan/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: