Í gær samþykkti Norræna umhverfismerkisnefndin (NMN) viðmiðunarreglur fyrir Svansmerkingu á lifandi ljósum. Það þýðir að nú geta norrænir kertaframleiðendur sótt um að fá framleiðsluvörur sínar vottaðar með Norræna svaninum. Til þess að eiga möguleika á vottun þurfa a.m.k. 90% hráefnanna í kertin að vera endurnýjanleg, sem þýðir m.a. að kerti úr parafíni geta ekki fengið vottun. Ilmefni verða ekki leyfð í Svansmerktum kertum, þar sem þau geta verið ofnæmisvaldandi. Þá eru gerðar kröfur um hámarks sótmengun. Svonefnd teljós geta fengið vottun ef þau uppfylla umrædd skilyrði, en þó því aðeins að þau séu seld án hulsturs. Þannig getur teljós í álbakka ekki fengið Svaninn. Áætlað hefur verið að ef allir sænskir neytendur myndu nota Svansmerkt kerti í stað þeirra sem þeir nota nú, myndi losun koltvísýrings minnka jafnmikið og ef 15.000 einkabílar væru teknir úr notkun!
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Noregi í gær

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
14. desember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 14. desember 2007“, Náttúran.is: 14. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/14/oro-dagsins-14-desember-2007/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: