Járnblendiverksmiðja óraunhæf hugmynd
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra þar sem hún lýsir því yfir að hugmyndir um að framkvæmdir við járnblendiverksmiðju í Arnarfirði geti hafist næsta sumar séu óraunhæfar að hennar mati.
Annars vegar er á döfinni að lækka kolefnislosun Íslands um 50-75% á næstu árum og járnblendiverksmiðja passi alls ekki inn í myndina með þá kolefnislosun sem að slík verksmiðja myndi hafa í för með sér.
Hins vegar nefnir Þórunn að umhverfismat fyrir járnblendiverksmiðju sé ekki eitthvað sem reddist á þetta stuttum tíma.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur þegar samþykkt breytingar á aðalskipulagi til að gera ráð fyrir olíuhreinsunarstöð.
Páll Bergþórsson benti á það í grein í Morgunblaðinu í gær að ísjakar gætu gert skipaflutninga með olíufarma til og frá Arnarfirði stórhættulega.
Myndin er úr Arnarfirði, tekin frá þeim slóðum sem áætlanir eru uppi um að reisa járnblendiverksmiðju, séð til NV. Ljósmyn: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Járnblendiverksmiðja óraunhæf hugmynd“, Náttúran.is: 19. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/19/jrnblendiverksmija-raunhf-hugmynd/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.