„Umhverfissáttmáli“ skýri línurnar og vísi veginn
Hver tekur að sér að skrifa sáttmála í átt við þann sem að Nicolas Hulot gerði í Frakklandi. Sáttmála sem að hver stjórnmálaflokkur skrifar undir fyrir sitt leiti og er þannig gerður ábyrgur fyrir því að standa við loforðin „eftir kosningar“? Með öðrum orðum „draga fólk til ábyrgðar hvar í flokki sem það stendur“, höfða til skynsemi og samvisku og byggja upp þverpólitískan vilja í formi þessa sáttmála. Höfundurinn þarf að vera þekktur og virtur einstaklingur sem lagt hefur vog á lóðarskálar umhverfismálaumræðunnar.
Náttúran (Grasagudda) leggur til að Andri Snær Magnason taki að sér að skrifa þennan sáttmála og síðan yrði gengið í að fá forsvarsmenn allra flokka til að undirrita hann, t.d. á ráðstefnu um Ísland og umhverfið sem allir flokkar og félög, fyrirtæki og hópar sem vinna að umhverfisstarfi stæðu að í sameiningu. Andri ertu með?
-
Sjá vef Nicolas Hulot (fyrir þá sem lesa frönsku).
Sjá lauslega þýðingu á sáttmála Nicolas Hulot vef Framtíðarlandsins.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
24. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Umhverfissáttmáli“ skýri línurnar og vísi veginn“, Náttúran.is: 24. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/umhverfissattmali/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007