Orð dagsins 11. apríl 2008
Umgengni við húsdýr getur dregið úr kvíða og aukið sjálfstraust fólks, samkvæmt niðurstöðum norskrar rannsóknar sem birtist í dag í tímaritinu Clinical Practice and Epidemiology in Mental Health.
Mönnum hafa lengi verið kunnug jákvæð áhrif gæludýra á geðheilsu fólks, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem áhrif sveitavinnu á geðheilsuna eru tekin fyrir í vísindalegri rannsókn. Rannsóknin náði til 90 einstaklinga með mismunandi geðræn vandamál, svo sem geðklofa, kvíðaköst og ýmsar persónuleika- eða tilfinningaraskanir. Af þessum hópi heimsóttu 60 einstaklingar sveitabæi í þrjár klukkustundir í senn tvisvar í viku í 12 vikur - og tóku þar þátt í umhirðu nautgripa og hrossa. Hinir 30 gerðu það ekki. Líðan þeirra sem tóku þátt í sveitaheimsóknunum var marktækt betri en samanburðarhópsins þegar liðnir voru 6 mánuðir frá heimsóknunum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og greinina í heild í CP&EMH
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 11. apríl 2008“, Náttúran.is: 11. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/oro-dagsins-11-april-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.