Í Morgunblaðinu í gær kom fram undarlegur skilningur Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Við Morgunblaðið sagði hann: "Mér skilst að það verði enn einfaldara eftir árið 2012 að útvega losunarkvóta. Það er því ekki rétt að valið standi á milli Helguvíkur eða Bakka við Húsavík ...“

Á hverju byggir skilningur Árni Sigfússona? Hver heldur því fram að áliðnaðurinn á Íslandi verði undaný egin hvers kyns skuldbindingum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012? Hvaðan hefur bæjarstjórinn upplýsingar um að áliðnaður á Ísland gæti haldið áfram að auka losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi? Síðast þegar fréttist hafði íslenska ríkisstjórnin ekki mótað slíka stefnu. Þvert á móti hafa stjórnvöld hér skuldbundið sig til að grípa til aðgerða til að draga verulega úr losun. Bæjarstjórinn verður að skýra mál sitt.

Sjá grein um Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum, sem birtist einnig í Morgunblaðinu í dag.
Birt:
14. mars 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Bæjarstjórinn skýri mál sitt“, Náttúran.is: 14. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/14/skilningur-arna-sigfussonar-skuldbindingum-islands/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: