Í dag frá kl. 17:00 - 19:00 verður haldið hraðstefnumót hönnuða og viðskiptafræðiinga á Háskólatorgi en að „Orkuverinu“ standa Hönnunarmiðstöð Íslands og Innovit í samstarfi við Klak og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Orkuverið er samstarfsvettvangur þar sem markmiðið er að koma á farsælu samstarfi hönnuða og viðskiptafræðinga með það í huga að nýta orku og hugmyndaauðgi ólíkra einstaklinga til að stofna saman fyrirtæki.

Undirbúningur og kynning: Mæta með ferilskrá ykkar eða A4 blað þar sem fram kemur menntun, reynsla, áhugasvið og „kontakt“ upplýsingar - þetta sýnið þið viðmælendum ykkar. Gott er að koma með nokkur eintök til að dreifa.

Framhald: Ef áhugi skapast fyrir því að hefja samstarf hafa viðkomandi hönnuður og viðskiptafræðingur samband hver við annan.

Sjá nánar á honnunarmidstod.is. Áhugasamir skrái sig með því að senda póst á stefania@innovit.is, kristin@honnunarmidstod.is. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Birt:
13. maí 2009
Höfundur:
Náttúran
Tilvitnun:
Náttúran „Orkuverið - samstarf hönnuða og viðskiptafræðinga“, Náttúran.is: 13. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/13/orkuverio-samstarf-honnuoa-og-vioskiptafraeoinga/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: