Nýr vefur um vistvæn innkaup
Nýr vefur um vistvæn innkaup hefur verið opnaður á slóðinni vinn.is. Á vefnum eru hagnýtar upplýsingar sem gagnast kaupendum og útboðsaðilum, um það hvernig best er að kaupa inn og bjóða út á vistvænan hátt. Þar er einnig að finna ráðleggingar til seljenda.
Vefurinn styður við auknar áherslur opinberra aðila á því að taka tilltit umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða við innkaup. Skrifað var undir stefnu um vistvæn innkaup ríkisins í mars á þessu ári. Íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljarða króna á ári sem er um fjórðungur af útgjöldum ríkisins. Með því að hafa umhverfissjónarmið til hliðsjónar við þessi innkaup, getur ríkið komið miklu til leiðar í umhverfismálum.
Vistvæn innkaup fela í sér margs konar ávinning fyrir kaupendur, birgja og samfélagið allt. T.d. draga vistvæn innkaup úr umhverfisáhrifum, þau geta minnkað kostnað og aukið gæti og síðast en ekki síst auka vistvæn innkaup framboð á vistvænum vörum og þjónustu sem ný tist samfélaginu í heild og hvetja til nýsköpunar.
Vefur um vistvæn innkaup er á vegum verkefnisins Vistvæn innkaup, en í stýrihópi verkefnisins sitja fulltrúar frá frá Umhverfisráðuneyti, Ríkiskaupum, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ.
Vefur um vistvæn innkaup. Mynd af vef um vistvæn innkaup.Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Nýr vefur um vistvæn innkaup“, Náttúran.is: 26. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/30/nyr-vefur-um-vistvaen-innkaup/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2009